Segir brautryðjendastörf sín í þágu kvenna gleymd

Harvey Weinstein mætti fyrir rétt 11. desember.
Harvey Weinstein mætti fyrir rétt 11. desember. AFP

Fyrrverandi Hollywood-kvikmyndaframleiðandinn Har­vey Wein­stein kvartar sáran undan því að framlag hans til kvikmyndasögunnar sé gleymt einkum er varðar hlut kvenna. Hann fullyrðir að hann hafi verið „brautryðjandi“ á sínu sviði í að auka hlut kvenna í kvikmyndaheiminum. 

Þetta sagði hann í viðtali við New York Post tabloid. „Mér líður eins og ég sé gleymdur,“ segir hann og bætir við „ég framleiddi fleiri myndir með konum og kvenleikstjórum en nokkur annar kvikmyndaframleiðandi á þeim tíma. Ég er að tala um fyrir 30 árum,“ segir Weinstein. 

Þessi ummæli skjóta skökku við í ljósi þess að #metoo-byltingin knésetti hann þegar tugir kvenna lýstu kynferðisofbeldi sem hann beitti þær. Fyrr í þessum mánuði komst Wein­stein og stjórn­end­ur kvik­mynda­vers hans að sam­komu­lagi upp á 25 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala við um þrjátíu konur sem sakað hafa Wein­stein um kyn­ferðis­brot. Hann þarf ekki að svara til saka fyrir þessar ásakanir vegna samkomulagsins. 

Hins vegar verður mál gegn honum tekið fyrir í næsta mánuði eða sjötta þess mánaðar. Hann er sakaður um nauðgun og að veita konu munnmök gegn hennar vilja. Hann neitar sök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert