„Frelsið Hong Kong“ á Litlu hafmeyjunni

Litla Hafmeyjan eftir að málað var á hana.
Litla Hafmeyjan eftir að málað var á hana. AFP

„Frelsið Hong Kong“ hefur verið málað með rauðum og hvítum litum á Litlu hafmeyjuna í Kaupmannahöfn.

Þar er vísað í baráttu íbúa í Hong Kong fyrir auknu sjálfstæði gagnvart Kína.

Þetta er nýjasta atvikið sem tengist skemmdarverkum á styttunni. Síðan hún var reist fyrir rúmri öld hefur hafmeyjan verið afhöfðuð, þakin veggjakroti og bönnuð á Facebook vegna nektar.

Hafmeyjan hefur verið sérstaklega vinsæl á meðal kínverskra ferðamanna, að því er BBC greindi frá. Árið 2010 var styttan hluti af framlagi Dana til heimssýningarinnar í Sjanghæ.

mbl.is