Sex látnir eftir skotárás í Þýskalandi

Einn var handtekinn eftir árásina. Mynd úr safni.
Einn var handtekinn eftir árásina. Mynd úr safni. AFP

Sex eru látnir og nokkrir særðir eftir að maður hóf skotárás í bænum Rot am See í suðurhluta Þýskalands í morgun.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að einn hafi verið handtekinn eftir árásina í grennd við járnbrautarstöð bæjarins.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að allt bendi til þess að tengsl hafi verið á milli árásarmannsins og fórnarlamba hans.

mbl.is