Lést í kappáti

Lamingtons er hálfgerð skúffukaka - súkkulaðihjúpuð svampkaka þakin kókosmjöli.
Lamingtons er hálfgerð skúffukaka - súkkulaðihjúpuð svampkaka þakin kókosmjöli. Wikipedia/Monica Shaw

Sextug kona lést eftir að hafa tekið þátt kappáti á hóteli í Ástralíu í gær en keppt var í áti á skúffuköku (lamingtons en það er áströlsk skúffukaka).

Samkvæmt frétt BBC virðist sem konan hafi fengið hjartaáfall og var henni veitt hjartahnoð á staðnum og síðan flutt á sjúkrahús þar sem hún lést. 

Haft er eftir vitnum að konan hafi lent í öndunarerfiðleikum skömmu eftir að hafa troðið upp í sig kökubita. Kappát er vinsæl dægrastytting á þjóðhátíðardegi Ástrala en hann var í gær. Þá er komu fyrstu Evrópubúanna til landsins minnst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert