Táningur skotinn til bana í mótmælum

Ættingjar syrgja Mohammed al-Haddad, sem var skotinn til bana í …
Ættingjar syrgja Mohammed al-Haddad, sem var skotinn til bana í dag. AFP

Palestínskur táningur var skotinn til bana af Ísraelsher í borginni Hebron á Vesturbakkanum.

Táningurinn var að mótmæla friðaráætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Mið-Austurlöndum og er þetta fyrsti Palestínumaðurinn sem er drepinn í mótmælunum.

Að sögn hersins var brugðist við „ofbeldisfullum“ mótmælanda sem var vopnaður Molotov-kokteil.

Friðaráætlun Trumps er umdeild og hafa Palestínumenn hafnað henni. Þeir segja hana allt of hliðholla Ísraelsmönnum.

Palestínumaðurinn sem var skotinn til bana hét Mohammed al-Haddad og var 17 ára. Að sögn vitna höfðu um 15 mótmælendur kastað steinum að ísraelskum hermönnum.

mbl.is