Þrír flokkar hnífjafnir

Þrír stærstu stjórnmálaflokkarnir á Írlandi eru allir með 22% atkvæða samkvæmt útgönguspá sem birt var þegar kjörstöðum var lokað klukkan 22. 

Sinn Féin, flokkur lýðveldissinna, hefur aukið fylgi sitt verulega ef marka má spá PSOS MRBI og fengi flokkurinn 22,3% atkvæða á meðan flokkur Leo Varadkar forsætisráðherra, Fine Gael, er með 22,4%. Fianna Fáil, helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, er með 22,2%. Ef þetta verður niðurstaða kosninganna getur reynst þrautin þyngri að mynda ríkisstjórn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert