Hékk í rafmagnslínum í þrjár klukkustundir

Maðurinn festist í rafmagnslínunum.
Maðurinn festist í rafmagnslínunum. Mynd/Skjáskot úr myndskeiði BBC

Svifflugmaður lenti í honum kröppum í Kaliforníu þegar hann flaug á rafmagnslínur og hékk þar í þrjár klukkustundir á meðan slökkviliðsmenn reyndu að ná honum niður.

Maðurinn var í æfingaflugi með kennara þegar hann beygði í vitlausa átt.

Taka þurfti rafmagnið af um sex þúsund heimilum til að tryggja öryggi mannsins.

mbl.is