G20-ríkin ætla að standa saman

Skjámynd af leiðtogunum sem tóku þátt í fjarfundinum.
Skjámynd af leiðtogunum sem tóku þátt í fjarfundinum. AFP

G20-ríkin hafa heitið því að standa saman í baráttunni gegn útbreiðslu kórónveirunnar. Þau ætla að setja fimm billjónir dollara inn í efnahag heimsins til að takast á við áhrif hennar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu ríkjanna en leiðtogar hennar ræddu málin á fjarfundi í dag. Yfir 21 þúsund manns hafa látist í heiminum af völdum veirunnar. Sérfræðingar telja að áhrif hennar á efnahagslíf heimsins geti orðið meira en í kreppunni sem skall á heimsbyggðinni 1929 og stóð yfir í 10 ár.

Leiðtogarnir hétu því einnig að vinna á skjótan hátt með stofnunum á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og bönkum við að búa til öflugan fjármagnspakka til að styðja við bakið á þróunarríkjunum.

mbl.is

Kórónuveiran

30. mars 2020 kl. 14:16
1086
hafa
smitast
157
hafa
náð sér
30
liggja á
spítala
2
eru
látnir