Banna sölu áfengis í Nuuk á Grænlandi

Áfengissala hefur verið bönnuð í Nuuk og tveimur öðrum bæjum …
Áfengissala hefur verið bönnuð í Nuuk og tveimur öðrum bæjum á Grænlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sala áfengis hefur verið bönnuð tímabundið í Nuuk á Grænlandi og tveimur öðrum bæjum í landinu. Kom þetta fram í tilkynningu á vef landstjórnar Grænlands í gær, en það er Kim Kielsen, formaður landstjórnarinnar, sem tók ákvörðunina.

Miðast bannið við áfenga drykki með meira en 2,25% áfengisinnihald. Tók það gildi klukkan 20:00 í gærkvöldi og gildir til 15. apríl.

Auk Nuuk nær bannið til Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat.

Í tilkynningu á vef landstjórnarinnar kemur fram að í aðstæðum eins og nú, þar sem skólar, stofnanir, veitingastaðir og krár séu lokuð, geti yfirvöld lítið fylgst með neyslunni og muni hún líklegast aukast heima fyrir. Slíkt skaði ekki aðeins börn og heimilislíf, heldur dragi úr dómgreind fólks varðandi útbreiðslu veirunnar.

Í Nuuk hafa þegar komið upp 10 tilfelli smita. Segir Kim að við slíkar aðstæður þurfi að grípa til fjölda aðgerða, en hann horfi til þess að verja börnin, sem verði að fá að vera örugg heima fyrir.

mbl.is

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir