2 ára fangelsi fyrir að hrækja á lögregluþjón

Belgískur lögregluþjónn ræðir við ökumann.
Belgískur lögregluþjónn ræðir við ökumann. AFP

Til marks um breytta tíma vegna kórónuveirunnar þá eiga þeir sem hrækja á lögregluþjóna í Belgíu núna yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Litið er á athæfið sem „árás með hættulegum efnum“.

Síðustu vikuna hafa sjö verið handteknir í borginni Antwerp fyrir að hrækja á lögregluþjóna eftir að þessi nýju lög tóku gildi.  

„Það að hrækja vísvitandi eða hósta í áttina að einhverjum og segja að þú sért með veiruna getur fallið undir mismunandi sektarflokka sem hægt er að refsa fyrir með allt að tveggja ára fangelsi,“ sagði yfirsaksóknari í borginni Liege, Christian De Valkeneer. Á meðal umræddra flokka er að hunsa tilmæli lögreglunnar og fremja árás með hættulegum efnum.

„Þessi hegðun er ekki óalgeng. Við skrásetjum hana reglulega, en vegna kórónuveirunnar er mikilvægt að grípa strax til aðgerða,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins í Antwerp um það að hrækja á lögregluþjóna.

mbl.is

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir