Sóttu heilbrigðisstarfsfólk til Austur-Evrópu

Rúmlega 200 heilbrigðisstarfsmenn voru sóttir til Austur-Evrópu til að sinna …
Rúmlega 200 heilbrigðisstarfsmenn voru sóttir til Austur-Evrópu til að sinna Austurríkismönnum. AFP

Alls var 231 heilbrigðisstarfsmanni flogið frá Austur-Evrópu til Austurríkis á mánudaginn. Stór hluti þeirra starfsmanna sem sinna umönnunarstörfum í landinu eins og eldri borgurum eru austur Evrópubúar en þeir vinna gjarnan í nokkrar vikur í Austurríki og fljúga svo til síns heima.  

Eftir að landamærum margra landa var lokað var óttast að ekki væri unnt að halda úti nauðsynlegri heilbrigðisstarfssemi þar í landi. Heilbrigðisstarfsfólk allra landa er með leyfi til að fljúga milli landa.

Stjórnvöld ákváðu að senda flugvélar og sækja starfsmennina til borgarinnar Sofia í Búlgaríu og Timisora í Rúmeníu í gær. Starfsmennirnir fóru allir beint í 14 daga sóttkví þar sem þeir halda til á hóteli. Að henni lokinni er reiknað með að fólkið starfi lengur en vanalega sem eru 3 til 4 vikur. 

Flestir koma til starfa í Neðra Austurríki sem er nyrsta og stærsta sambandsland Austurríkis en þar er m.a. höfuðborg landsins Vín. 

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir