179 látnir í Danmörku

AFP

Átján hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Danmörku frá því í gær. Alls eru 179 látnir í Danmörku, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.

Alls eru staðfest smit 4.369 talsins og hefur fjölgað um 292 á milli daga. Talið er að mun fleiri séu smitaðir þar sem alls ekki eru tekin sýni hjá öllum sem eru með einkenni smits. Á sama tíma og smitum og dauðsföllum hefur fjölgað hefur dregið úr innlögnum á sjúkrahús. Alls eru 504 á sjúkrahúsi vegna veirunnar í Danmörku.

mbl.is

Kórónuveiran

31. maí 2020 kl. 15:31
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir