Dauðsföllum fjölgar aftur á Spáni

Heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsi í Barcelona.
Heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsi í Barcelona. AFP

Tæplega 14 þúsund eru látnir á Spáni úr kór­ónu­veirunni en alls létust 743 þar síðastliðinn sólarhring. Skipar landið annað sætið á eft­ir Ítal­íu á lista yfir fjölda lát­inna af völd­um COVID-19.

Spænsk yfirvöld höfðu vonast til þess að dauðsföllum í landinu vegna veirunnar fækkaði áfram, líkt og undanfarna sólarhringa en í gær létust 637.

Alls hafa 140.510 greinst með kórónuveiruna á Spáni en staðfest smit eru eingöngu fleiri í Bandaríkjunum.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina