Í vandræðum vegna fjölmenns sundlaugarpartís

Yfirvöld í Bandaríkjunum höfðu mælt gegn því að fólk legði …
Yfirvöld í Bandaríkjunum höfðu mælt gegn því að fólk legði land undir fót eins og tíðkast um þessa þriggja daga helgi. AFP

Yfirvöld í Missouri í Bandaríkjunum eru ævareið vegna mikils fjölda fólks sem kom saman á sundlaugarbar á vinsælum áfangastað ferðamanna um helgina. 

Upp komst um margmennið þegar myndskeið fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, en yfirvöld í Bandaríkjunum höfðu mælt gegn því að fólk legði land undir fót eins og tíðkast um þessa þriggja daga helgi, sem tileinkuð er minningu þeirra sem fallið hafa í herþjónustu (e. Memorial Day).

Hafa yfirvöld í Missouri sagt að hver sá sem fór ekki að reglum um sóttvarnir ætti að fara í 14 daga sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert