Lést eftir að lögregla kraup á hálsinum

Ekki hefur verið greint frá nafni mannsins sem lést eftir …
Ekki hefur verið greint frá nafni mannsins sem lést eftir viðskipti sín við lögreglumanninn. Skjáskot

Svartur maður lést í Minneapolis á mánudag eftir að lögreglumaður þrengdi að öndunarvegi hans með því krjúpa á hálsi hans í nokkrar mínútur. Atvikið er nú til rannsóknar og hefur vakið mikla reiði en það náðist á myndband.

Los Angeles Times greinir frá atvikinu en talsmaður lögreglunnar segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna gruns um skjalafals í verslun og þegar komið var á staðinn var hinn grunaði í bíl sínum. Hann streittist á móti handtöku og var í annarlegu ástandi. Lögreglumennirnir yfirbuguðu hann og færðu í handjárn. Að því loknu sést annar þeirra krjúpa á hálsi hins grunaða um nokkurra mínútna skeið.

Vegfarendur urðu vitni að atvikinu og biðluðu ítrekað til lögreglumannsins að taka þungann af manninum sem sagðist margsinnis ekki getað andað. Skömmu síðar var hann fluttur á sjúkrahús Mennepinsýslu þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Sésrtök skrifstofa sem rannsakar vinnubrögð lögreglu í Minnesotaríki hefur atvikið nú til rannsóknar og á meðal gagna eru myndavélarnar sem lögreglumennirnir tveir bera á sér. Þeir hafa verið sendir í leyfi meðan á rannsókninni stendur.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem vegfarandinn tók en það getur vakið óhug lesenda.

They killed him right in front of cup foods over south on 38th and Chicago!! No type of sympathy 💔💔#POLICEBRUTALITY

Posted by Darnella Frazier on Mánudagur, 25. maí 2020mbl.is