Kindarlegur ráðherra vegna sauðslegra ummæla

Chan Chun Sing, viðskipta- og iðnaðarráðherra Singapúr, lærði á erfiða …
Chan Chun Sing, viðskipta- og iðnaðarráðherra Singapúr, lærði á erfiða mátann hvaðan bómull kemur. AFP

Chan Chun Sing, viðskipta- og iðnaðarráðherra Singapúr, er aðhlátursefni samlanda sinna þessa daganna eftir að hann afhjúpaði vanþekkingu sína í viðtali með því að halda því fram að bómull kæmi af dýrum en ekki plöntum.

Ummæli ráðherrans féllu er hann var að reyna útskýra í viðtali hversu háð Singapúr væri innflutningi á vörum. Hann notaði andlitsgrímur, sem eru mikið notaðar í Singapúr núna til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem dæmi um vöru sem þyrfti að flytja inn.

„Við eigum ekki nóg af kindum til að framleiða bómull,“ sagði ráðherrann í viðtalinu. Og að sjálfsögðu tók það sniðuga netverja ekki nema nokkrar mínútur að gera óspart grín að honum með grínmyndum og orðagríni.

Chan hafði sem betur fer húmor fyrir mistökum sínum og sagðist hafa hlegið mikið þegar hann áttaði sig á þeim í myndskeiði sem hann setti á Facebook.

„Til allra þeirra (sérstaklega ungra barna) sem eru að horfa á þetta myndskeið – bómull kemur alls ekki af kindum, hann kemur af bómullarplöntum,“ sagði hann.

Netverjar voru ekki lengi að taka við sér eftir mistök …
Netverjar voru ekki lengi að taka við sér eftir mistök ráðherrans. Ljósmynd/Twitter
Gott grín grín.
Gott grín grín. Ljósmynd/Twitter
mbl.is