Háskólar í Wuhan opna að nýju

Háskólar í Wuhan opna að nýju.
Háskólar í Wuhan opna að nýju. AFP

Háskólar í Wuhan-héraði í Kína munu bjóða útskriftarnemendum að snúa aftur frá og með 8. júní nk. Þetta kemur fram í tilkynningu sem skólarnir sendu frá sér í gær. Verður útskriftarnemendum þannig gert kleift að klára námið við umrædda skóla. 

Að því er fram kemur í minnisblaði frá Wuhan-háskóla munu nemendur snúa til baka í hópum tvívegis í júní. Annars vegar stendur þeim til boða að koma aftur frá 8. júní til 11. júní  og hins vegar frá 14. júní til 17. júní. Nánari útfærsla verður þó tilkynnt þegar nær dregur. Sömuleiðis geta nemendur, sem ekki eru á síðasta ári en vinna nú að rannsóknarverkefni, snúið aftur. 

Þrátt fyrir að skólar séu nú að opna á meginlandi Kína verður nemendum ekki gert skylt að mæta. Áfram verður boðið upp á fjarkennslu líkt og undanfarin misseri. Vonir eru jafnframt bundnar við að starfsemi skóla í landinu verði með hefðbundnu sniði að nýju í haust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert