Fluttu 2.500 tonn af skrani til Afríku

AFP

Spænska landhelgisgæslan hefur með aðstoð Evrópulögreglunnar (Europol) komið upp um skipulagðan glæpahóp sem stundaði flutning á hættulegum úrgangi frá Kanaríeyjum til nokkurra ríkja í Afríku.

Glæpamennirnir fylltu gáma með bílavarahlutum, gömlum varahlutum og öðru skrani en í tilkynningu frá Europol segir að hlutirnir hafi verið ætlaðir til sölu í Afríku þrátt fyrir að vera ekki í ástandi til þess enda voru þeir aðallega fengnir úr ruslagámum. Ítölsk kona var handtekin er hún undirbjó tollskýrslu en hún er sökuð um skjalafals.

Árin 2018 og 2019 flutti hópurinn varning 138 sinnum frá Tenerife á Kanaríeyjum til nokkurra Afríkuríkja. Heildarmagn varningsins vó um 2.500 tonn, þar af voru 750 tonn af raftækjum.

mbl.is