Fékk skriflega skýrslu um drápsfé Rússa

Donald Trump hefur neitað að hafa verið upplýstur um málið.
Donald Trump hefur neitað að hafa verið upplýstur um málið. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti fékk seint í febrúarmánuði skriflega skýrslu þar sem greint var frá þeirri niðurstöðu embættismanna að rússnesk herleyniþjónusta hefði heitið skæruliðum Talíbana fé til höfuðs hermönnum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Afganistan.

Þetta hefur dagblaðið New York Times eftir tveimur embættismönnum innan stjórnkerfisins sem kunnugir eru málavöxtum.

Kay­leigh McEn­any, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, hefur áður fullyrt að hvorki Trump né varaforsetinn Mike Pence hefðu heyrt af mál­inu áður en það komst í kastljósið í síðustu viku.

Rannsókn bandarískra yfirvalda er sögð meðal annars hafa beinst að bílsprengju í apríl á síðasta ári, þar sem þrír bandarískir landgönguliðar létust, en sú árás er talin mögulega eiga rætur að rekja til þessara aðgerða Rússa.

mbl.is