180 teknir af lífi án dóms og laga

Fjöldagrafirnar fundust skammt frá bænum Djibo í norðurhluta Búrkína Fasó.
Fjöldagrafirnar fundust skammt frá bænum Djibo í norðurhluta Búrkína Fasó. HRW/© 2020 Burkina24

Allt bendir til þess að 180 menn hafi verið teknir af lífi án dóms og laga af hernum í Búrkína Fasó. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Human Rights Watch en lík þeirra eru grafin skammt frá bænum Djibo.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld í Búrkína Fasó eru sökuð um aftökur án dóms og laga í stríðinu gegn hryðjuverkum sem geisað hefur frá árinu 2015.

AFP

Flestir mannanna eru úr Fulani og Peul ættbálkunum og voru þeir grafnir upp í apríl og maí. Haft er eftir einum af leiðtogum bæjarins í skýrslu HRW að margir mannanna hafi verið með hendur bundnar fyrir aftan bak og bundið fyrir augu þeirra. Þeir höfðu verið skotnir í höfuðið. 

Alls fundust 180 lík í fjöldagröfum sem fundust á svæðinu og er talið fullvíst að sérsveitir á vegum stjórnarhersins hafi stýrt aftökunum. 

Framkvæmdastjóri HRW á Sa­hel-svæðinu, Corinne Dufka, krefst þess að morðin verði rannsökuð og hefur ríkisstjórnin heitið því að það verði gert.

Skýrsla HRW

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert