Beiðni Magnúsar um endurupptöku hafnað

Magnús Ólafur Garðarsson fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Magnús Ólafur Garðarsson fyrrverandi forstjóri United Silicon.

Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu Magnús Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United silicon, um endurupptöku héraðsdóms þar sem Magnúsi var gert að greiða þrotabúi Sameinaðs sílikons hf. bætur. 

Dómur í máli þrotabús Sameinaðs Sílikons gegn Magnúsi var kveðinn upp 14. maí að honum fjarverandi.

Magnús krafðist þess nú að málið yrði endurupptekið og byggði hann á því að hann krefðist sýknu í fyrra málinu. Í úrskurði héraðsdómara kemur fram að Magnús hafi ekki tilgreint neinn málatilbúnað annað en að hann krefðist sýknu. Var beiðni hans því hafnað og honum gert að greiða varnaraðila 350.000 krónur í málskostnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert