Enn eitt metið slegið í Flórída

Alls eru smit í Bandaríkjunum orðin 3,7 milljónir og 135 …
Alls eru smit í Bandaríkjunum orðin 3,7 milljónir og 135 þúsund eru látin. AFP

Flórída heldur áfram að toppa sig í fjölda nýsmita, en 15.300 ný tilfelli kórónuveirusmita greindist í ríkinu síðasta sólarhring, daginn eftir að hlið Disney World voru opnuð að nýju.

Fjöldi nýsmita í Bandaríkjunum öllum hafa heldur aldrei verið fleiri en í gær þegar 66.528 greindust með kórónuveiruna á einum sólarhring. 

Alls eru smit í Bandaríkjunum orðin 3,7 milljónir og 135 þúsund eru látin.

Brasilía er það land sem næst kemur á eftir Bandaríkjunum í fjölda kórónuveirusmita, en þar eru smit orðin 1,8 milljónir og 71 þúsund eru látin.

mbl.is