Ungverjar herða ferðareglur

Frá Búdapest.
Frá Búdapest. AFP

Ungverska ríkisstjórnin hefur ákveðið að banna ferðalög til landsins frá Afríku, flestum ríkjum Asíu fyrir utan Kína og Japan og herða reglur um komu ferðamanna frá nokkrum ríkjum Evrópu vegna fjölgunar nýrra smita.

Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Gergely Gulyas, segir að sett 154 ríki í þrjá mismunandi flokka sem byggi á fjölda kórónuveirusmita. 

„Við verðum að  vernda öruggi okkar til þess að veiran berist ekki erlendis frá. Virkum smitum fer fækkandi hér álandi og við viljum halda því þannig,“ sagði hann á fundi með fréttamönnum í Búdapest í dag. 

Frá og með miðnætti á þriðjudag mega borgarar ríkja í Afríku og Asíu, fyrir utan Kína og Japan, ekki kom til Ungverjalands. 

Jafnframt gildir bann við komu íbúa Albaníu, Bosníu-Hersegoviníu, Norður-Makedóníu, Kósóvó, Hvíta-Rússlandi og Svartfjallalandi. Eins nágrannaríkinu Úkraínu. Ungverskir ríkisborgarar sem eru að koma frá þessum löndum verða að fara í sýnatöku og tveggja vikna sóttkví við komuna heim segir Gulyas en öll þessi lönd eru skilgreind sem rauð svæði.

Í gula flokkinum eru lönd eins og Bandaríkin, Bretland, Noregur, Serbía, Rússland, Kína og Japan. Fólk sem kemur þaðan þarf að fara í tveggja vikna sóttkví nema að það hafi farið í skimun og mælst ósmitað síðustu fimm dagana áður. Hið sama gildir um fjögur ESB-ríki: Búlgaríu, Portúgal, Svíþjóð og Rúmeníu. 

Í græna flokknum eru önnur ríki Evrópu og íbúar þeirra þurfa hvorki að fara í sýnatöku né sóttkví við komuna til Ungverjalands. 

Ungverjaland hefur farið fremur vel út úr kórónuveirufaraldrinum miðað við mörg önnur Evrópuríki. Alls eru staðfest smit rúmlega 4.200 talsins og tæplega sex hundruð hafa látist. 

Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban.
Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban. AFP
mbl.is