Vilja halda í styttu nýlenduherrans

Styttan í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að skemmdarverk voru framin …
Styttan í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að skemmdarverk voru framin á sumarsólstöðum. AFP

Stytta af trúboðanum og nýlenduherranum Hans Egede, sem stendur í Nuuk í Grænlandi, mun standa áfram, í það minnsta ef vilji bæjarbúa fær að ráða. Atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa um örlög styttunnar lauk á miðnætti. Grænlenska ríkisútvarpið greinir frá.

Alls voru 600 kjósendur fylgjandi því að fjarlægja styttuna, en 921 því andvígur. Kosningin fór fram á netinu og hófst 3. júlí en alls höfðu um 23.000 manns atkvæðisrétt og var kosning því heldur dræm.

Egede var lúth­erskur trú­boði, dansk­ur og norsk­ur að upp­runa. Hann kom til Græn­lands árið 1721 til að kristna nor­ræna menn, stýrði Græn­landi fyr­ir hönd Dana og stofnaði meðal ann­ars Nuuk, sem er nú höfuðstaður Græn­lands.

Atkvæðagreiðslan hófst 24. júní, en þremur dögum áður, á þjóðhátíðardegi Grænlendinga, hafði rauðri málningu verið stytt­una og á hana ritað enska orðið „decolon­ize“ og vilja skemmd­ar­varg­arn­ir því vænt­an­lega að Græn­land fái sjálf­stæði frá Dön­um.

Talið er að skemmd­ar­verkið teng­ist mót­mæl­um í Banda­ríkj­un­um í kjöl­far morðsins á Geor­ge Floyd, en þar hafa mót­mæl­end­ur framið skemmd­ar­verk og jan­fvel fellt stytt­ur af sögu­fræg­um mönn­um sem tengd­ir eru við kúg­un. Þá hefur stytta af Egede í Danmörku einnig orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum.

Stytta af Hans Egede í Kaupmannahöfn varð einnig fyrir skemmdarverkum.
Stytta af Hans Egede í Kaupmannahöfn varð einnig fyrir skemmdarverkum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina