Vill lækka „stjarnfræðilega hátt“ lyfjaverð

Tilskipanirnar heimila lyfjaverslunum meðal annars að veita afslætti, auk þess …
Tilskipanirnar heimila lyfjaverslunum meðal annars að veita afslætti, auk þess sem þær draga úr hömlum á innflutningi samheitalyfja frá öðrum löndum. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir fjórar tilskipanir sem ætlað er að stuðla að lægra lyfjaverði í Bandaríkjunum, sem hann hefur löngum sagt „stjarnfræðilega hátt“.

Trump segir tilskipanirnar koma til með að gjörbreyta markaði lyfsseðilsskyldra lyfja, en þær heimila lyfjaverslunum meðal annars að veita afslætti, auk þess sem þær draga úr hömlum á innflutningi samheitalyfja frá öðrum löndum.

Forsetinn hyggst funda með fulltrúum bandaríska lyfjaiðnaðarins á þriðjudag, en þar ríkir mikil óánægja með ákvörðun Trump og er hann sakaður um að grafa undan bandarískum lyfjaiðnaði og getu hans til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum.

„Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fylgja róttækri og hættulegri verðlagsstefnu sem byggð er á verðlagningu í ríkjum sem hann hefur skilgreint sem sósíalistaríki, og mun skaða sjúklinga í dag og til framtíðar,“ segir í yfirlýsingu samtaka bandarískra lyfjaframleiðenda.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert