Fá undanþágu til heilbrigðisstarfa í Perú

Martín Vizcarra, forseti Perú, hefur skrifað undir tilskipun sem gerir …
Martín Vizcarra, forseti Perú, hefur skrifað undir tilskipun sem gerir það að verkum að læknar og hjúkrunarfræðingar frá Venesúela eru undanþegnir því að þurfa að sækja um löggildingu menntunar sinnar í Perú AFP

Stjórnvöld í Perú hafa ákveðið að leyfa þúsundum heilbrigðisstarfsmanna sem flýðu heimaland sitt, Venesúela, að starfa sem slíkir í landinu, hið minnsta á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur.

Martín Vizcarra, forseti Perú, hefur skrifað undir tilskipun sem gerir það að verkum að læknar og hjúkrunarfræðingar frá Venesúela eru undanþegnir því að þurfa að sækja um löggildingu menntunar sinnar í Perú.

Kórónuveirutilfelli eru orðin 430 þúsund í Perú og hefur heilbrigðiskerfið vart undan, en um 830 þúsund þeirra fimm milljóna Venesúelamanna sem flúið hafa heimaland sitt á síðustu árum halda til í Perú þar sem þeir sumir segjast hafa mætt talsverðu útlendingahatri þar sem Perúmenn hræðist að Venesúelamenn steli störfunum þeirra.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert