Tíu látnir eftir sprengingarnar

AFP

Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir öflugar sprengingar sem urðu í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðdegis í dag. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildum úr heilbrigðisráðuneyti Líbanon.

Samkvæmt BBC liggur ekki enn fyrir hvað olli sprengingunum.

Líbanskir miðlar greina frá því að mögulega sé um óhapp í flugeldaverksmiðju að ræða en sprengingarnar urðu á hafnarsvæði þar sem flugeldaverksmiðja er staðsett.

Auk hinna látnu slasaðist fjöldi fólks og eru einhverjir enn fastir undir rústum bygginga.

Frá vettvangi í Beirút.
Frá vettvangi í Beirút. AFP
mbl.is