Systir Kims fær aukin völd

Kim Yo-jong, systir einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Yo-jong, systir einræðisherra Norður-Kóreu. AFP

Kim Jong-un hefur falið aðstoðarfólki sínu frekari ábyrgð við stjórnun Norður-Kóreu, þeirra á meðal systur sinnar, Kim Yo-jong. Þetta hermir leyniþjónusta Suður-Kóreu.

Samkvæmt henni hefur leiðtoginn enn full völd, en hefur falið ráðgjöfum sínum umsjón með ýmsum málefnum til að draga úr álagi. Er systir hans sögð sjá um allt sem tengist innanríkismálum.

Í frétt BBC um málið segir að Suður-Kórea hafi þó ekki alltaf rétt fyrir sér í málefnum Norður-Kóreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert