Hundruð hvala strönduð í Tasmaníu

Hvalirnir eru fastir við Macquarie-höfn.
Hvalirnir eru fastir við Macquarie-höfn. AFP

Hið minnsta 25 hvalir hafa drepist og vísindamenn reyna nú að bjarga 250 til viðbótar eftir að hjörðin strandaði við áströlsku eyjuna Tasmaníu. 

Umhverfisyfirvöld á Tasmaníu segja að hvalahjörðin hafi fest í sandeyri við Macquarie-höfn á vesturströnd eyjarinnar. 

Nic Deka, sem hefur umsjón með björgunaraðgerðunum, segir að um sé að ræða tvær stórar hjarðir sem hafi komið inn í höfnina saman. 

„Þeir eru í vatni en það er erfitt að sjá hve margir hvalanna eru dauðir eða í hvernig standi þeir eru,“ segir Deka. 

Talið er að um sé að ræða grindhvali en það hefur ekki verið staðfest. 

Sjávarlíffræðingar og lögregla meta nú ástandið og áætlað er að reyna að koma hvölunum út úr höfninni á þriðjudagsmorgun.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert