Votta Ginsburg virðingu sína í þinghúsinu

Athöfni var haldin í Hæstarétti Bandaríkjanna til minningar um Ginsburg.
Athöfni var haldin í Hæstarétti Bandaríkjanna til minningar um Ginsburg. AFP

Lík hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg, sem lést fyrir viku síðan, mun liggja frammi í þinghúsi Bandaríkjanna svo að valdir aðilar geti vottað henni virðingu sína.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem kona er heiðruð á þennan hátt.

Vegna Covid-19 verður aðeins völdum aðilum boðið að vera viðstaddir afhöfn í þinghúsinu þar sem þeir fá tækifæri til að kveðja hana, að sögn BBC

Ginsburg verður jörðuð í næstu viku í Arlington-kirkjugarðinum og verður athöfnin haldin í kyrrþey.

Ginsburg, sem var 87 ára þegar hún lést, barðist ötullega fyrir kynjajafnrétti og mannréttindum og naut mikillar virðingar í heimalandi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert