Flóðbylgjuviðvörun vegna 7,5 stiga skjálfta

Kort/Google

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í Alaska í Bandaríkjunum eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,5 gekk þar yfir.

Viðvörunin nær yfir megnið af suðurströnd Alaska.

Jarðskjálftinn varð 92 kílómetum undan strönd bæjarins Sand Point og mældist hann á 40 kílómetra dýpi, að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar.

Engar upplýsingar hafa borist um meiðsli fólks eða eignatjón.mbl.is