Lögreglan beitti piparúða gegn mótmælendum

Lögreglan og mótmælendur í Póllandi í gærkvöldi.
Lögreglan og mótmælendur í Póllandi í gærkvöldi. AFP

Pólska lögreglan beitti piparúða gegn hundruðum manna í höfuðborginni Varsjá sem mótmæltu niðurstöðu æðsta dómstóls landsins um þungunarrof.

Mótmælendurnir lentu í átökum við óeirðalögregluna fyrir utan heimili aðstoðarforsætisráðherra Póllands, Jaroslaw Kaczynski, að því er BBC greindi frá.

AFP

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof sem eru framkvæmd vegna galla fósturs í móðurkviði séu brot á stjórnarskrá landsins. Þetta þýðir að hér eftir má aðeins framkvæma þungunarrof í Póllandi ef fóstur eru til komin vegna nauðgunar eða sifjaspells, eða ef heilsa móðurinnar liggur við.

AFP

Lögin um þungunarrof voru fyrir ein þau ströngustu í Evrópu og talið er að um 100 þúsund konur fari í þungunarrof erlendis á hverju ári til þess að komst hjá lögunum.

Niðurstaða dómstólsins leiddi til mótmæla í fleiri borgum í Póllandi í gærkvöldi, þar á meðal Krakow, Lodz og Szczecin.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert