Gruna laumufarþega um sjórán við Bretland

Nave Andromeda, olíutankskipið sem hermenn gerðu áhlaup á.
Nave Andromeda, olíutankskipið sem hermenn gerðu áhlaup á. AFP

Sjö eru í haldi eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á tankskip sem grunur leikur á að hafi verið rænt við Wight-eyju utan við strendur Bretlands. Sextán menn í liði sérstakrar bátasveitar bundu endi á 10 klukkustunda yfirtöku í gærkvöldi. Hún hófst þegar laumufarþegar um borð í tankskipinu, Nave Andromeda sem skráð er í Líberíu, urðu ofbeldishneigðir, að sögn eiganda tankskipsins.

Laumufarþegarnir eru taldir vera nígerískir ríkisborgarar sem hyggjast sækja um hæli í Bretlandi. Þeir voru færðir til lögreglunnar í Hampshire í gærkvöld. 

Áhafnarmennirnir 22 meiddust ekki og lagðist skipið síðar að bryggju í Southampton. 

Varnarmálaráðuneyti Bretlands telur að um sjórán hafi verið að ræða.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert