Lést af völdum slysaskots

Mynd úr safni. Tekið skal fram að í þessu hörmulega …
Mynd úr safni. Tekið skal fram að í þessu hörmulega slysi var um skammbyssu að ræða. AFP

Þriggja ára gamall drengur lést eftir slysaskot í afmælisveislu í Texas um helgina.

Að sögn lögreglu var fjölskyldan að halda upp á þriggja ára afmæli drengsins ásamt vinum í bænum Porter, sem er skammt norðaustur af Houston. Fullorðna fólkið var að spila er það heyrði skothvell. Í ljós kom að drengurinn hafði verið að fikta með skammbyssu sem hafði dottið úr vasa ættingja hans með þessum skelfilegu afleiðingum. 

AFP-fréttastofan segir að samkvæmt upplýsingum frá Everytown for Gun Safety-hópnum hafi verið tilkynnt um að minnsta kosti 229 slysaskot af hálfu barna á þessu ári. Í 97 tilvikum lést barn vegna þessa. Þriðjungur fullorðinna í Bandaríkjunum á skotvopn. 

mbl.is