Jólabókin í ár?

Matteo Salvini er formaður Bandalagsins.
Matteo Salvini er formaður Bandalagsins. AFP

Bók sem tileinkuð er ítalska stjórnmálamanninum Matteo Salvini sú bók sem selst best þar í landi á netinu. Bókin, sem er 110 blaðsíður að lengd, nefnist Hvers  vegna Salvini á skilið traust, virðingu og aðdáun. Tekið skal fram að blaðsíðurnar 110 eru auðar sem ekki blasir við þegar þú sérð bókina í netverslunum. 

„Þessi bók er full af auðum blaðsíðum. Þrátt fyrir áralanga leit við gátum ekki fundið neitt til þessu til frásagnar þannig að hikið ekki við að nýta bókina fyrir minnispunkta,“ segir í lýsingu á bókinni í vefverslun Amazon. 

Bókin kom fyrst út í febrúar 2019 og kostar 6,99 evrur. Í dag var hún efst á vinsældalistaAmazon á Ítalíu og hefur verið í því sæti undanfarna daga. 

Perché Salvini Merita Fiducia Rispetto E Ammirazione.
Perché Salvini Merita Fiducia Rispetto E Ammirazione. Af Amazon

Skráður höfundur er stjórnmálaskýrandinn Alex Green en ef lesendur telja að þeir geti fundið fleiri ritverk eftir höfundinn verða þeir fyrir vonbrigðum. „Alex Green er dulnefni rithöfundar sem reynir að veita heiminum smá gleði, ekki síst á þessum erfiðum tímum,“ segir á vefnum.

Salvini er fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráðherra og formaður þjóðern­is­flokks­ins Banda­lag­sins. Hann er þekktur fyrir andstöðu við innflytjendur og Evrópusambandið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert