Nafn forsetans krafsað á friðað dýr

Sækýr.
Sækýr. Ljósmynd/Wikipedia.org

Dýraeftirlit Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn eftir að sækýr fannst með orðið Trump krafsað á bak hennar. 

Sækýrin sást í ánni Homosassa í Flórída-ríki. Yfirvöld sögðu AP fréttaveitunni að sækýrin virtist ekki mikið slösuð. Orðið var krafsað á þörunga sem vaxa á baki dýrsins. 

Sækýr eru friðuð dýr og hver sem verður þeim að meini á yfir höfði sér allt að árs fangelsisdóm og háar fjársektir. 

Sækýr eru stórar, hægfara spendýr sem hafa orðið að óformlegu lukkudýri Flórída-ríkis. Um það bil 6.300 dýr eru í ríkinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert