Fulltrúadeild tekur ákæru fyrir í dag

Mikill viðbúnaður er við þingshúsið Bandaríkjanna þessa daganna eftir óeirðir …
Mikill viðbúnaður er við þingshúsið Bandaríkjanna þessa daganna eftir óeirðir tengdar tapi Donalds Trumps í síðustu viku. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru í meirihluta, munu taka fyrir ákæru á hendur Donalds Trumps, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til embættismissis í dag.

Er hann ákærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi þegar hann hvatti æstan múg áfram sem endaði með því að hann braust inn í þinghús Bandaríkjanna og fimm létust.

Fulltrúar í neðri deildinni munu kjósa um fyrirtöku ákærunnar um klukkan þrjú vestanhafs eða um 20 í kvöld á íslenskum tíma.

mbl.is