Samskip hefja beina gámaflutninga milli Amsterdam og Írlands

Samskip hefja beina gámaflutninga milli Amsterdam og Írlands 25. janúar.
Samskip hefja beina gámaflutninga milli Amsterdam og Írlands 25. janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samskip hafa gripið til þess ráðs að hefja beina gámaflutninga milli Írlands og norðurhluta meginlands Evrópu með nýrri siglingaleið til Amsterdam. Vikulegir flutningar tera það að verkum að írskur innflutningur frá dreifingaraðilum í Bretlandi sleppur við óþægindi tengdum Brexit.

Um leið nýtur írskur útflutningur góðs af bættri tengingu við evrópska markaði að því er segir um mál þessi í frétt Samskipa. 

„Um verður að ræða fastan brottfarartíma frá afgreiðslu TMA í Amsterdam á mánudagskvöldum með komu til Dyflinnar á miðvikudegi og helgarsiglingu aftur til Amsterdam. Flutningsleiðin styður við núverandi skipaflutninga milli Rotterdam og Írlands með því að viðskiptavinum í Hollandi sem flutt hafi vörur með lest, prömmum eða flutningabílum, býðst nýr brottfarartími til Írlands á mánudagskvöldum,“ segir í frétt Samskipa um þetta nýja fyrirkomulag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert