Áfram ferðabann þrátt fyrir yfirlýsingu Trumps

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti.
Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, ætlar ekki að aflétta ferðabanni til landsins vegna Covid-19 þannig að ferðamenn frá Brasilíu og stærstum hluta Evrópu fái að koma til Bandaríkjanna, þrátt fyrir yfirlýsingu Donalds Trumps, fráfarandi Bandaríkjaforseta, þess efnis.

„Við förum eftir ráðgjöf læknaliðs okkar og ríkisstjórnin ætlar ekki að aflétta þessum takmörkunum 26. janúar,“ tísti Jen Psaki, blaðafulltrúi Bidens, á Twitter.

„Í raun ætlum við að efla aðgerðir í þágu heilbrigðis almennings og í kringum ferðalög utanlands til að stemma frekari stigu við útbreiðslu Covid-19,“ bætti hann við.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Aðeins nokkrum mínútum áður sagðist Trump ætla að aflétta ferðabanni frá Brasilíu og stærstum hluta Evrópu. Ferðabann frá Kína og Íran átti þó enn að vera í gildi. „Þessi ákvörðun er sú besta til að vernda Bandaríkjamenn fyrir Covid-19 á sama tíma og ferðalög geta hafist aftur á öruggan hátt,“ sagði hann í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.

Trump tilkynnti fyrst um ferðabann 31. janúar 2020 fyrir fólk á leið til Bandaríkjanna frá Kína sem var ekki bandarískir ríkisborgarar vegna kórónuveirunnar. Bannið var einnig látið gilda fyrir þjóðir Evrópu 14. mars.

mbl.is