De Sousa spáð endurkjöri í Portúgal

Marcelo Rebelo de Sousa greiðir atkvæði í forsetakosningunum í Portúgal …
Marcelo Rebelo de Sousa greiðir atkvæði í forsetakosningunum í Portúgal í dag. AFP

Forseti Portúgal, Marcelo Rebelo de Sousa, hefur verið endurkjörinn samkvæmt spám fjölmiðla þar í landi.

De Sousa, sem er hægri-miðjumaður, var talinn afar sigurstranglegur, en fjölmiðlar landins töldu frambjóðandann Önu Gomes frá sósíalistaflokki Portúgals komast næst honum í vinsældum.

Skoðanakannanir höfðu áður bent til þess að de Sousa myndi sigra í fyrstu umferð kosninganna, og höfðu 35,4 prósent kjósenda greitt atkvæði um klukkan fjögur í dag.

Í höfuðborginni Lissabon mynduðust langar raðir kjósenda, þar sem einungis einum var hleypt inn á kjörstað í einu vegna samkomutakmarkana.

 „Til þeirra sem geta og vilja kjósa: Sigrist á óttanum,“ sagði de Sousa eftir að hafa sjálfur greitt atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert