Bóluefni Pfizer virkar gegn meira smitandi afbrigðum

Bóluefni Pfizer.
Bóluefni Pfizer. AFP

Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer/BioNTech virkar vel gegn af­brigðum Covid-19 sem komið hafa upp í Bretlandi og Suður-Afr­íku. Forsvarsmenn fyrirtækjanna greindu frá þessu í yfirlýsingu.

Í yfirlýsingunni kemur fram að örlítill munur sé á prófunum við veirunni og áðurnefndum afbrigðum og afskaplega litlar líkur á því að bóluefnið virki verr gegn þeim.

Ekkert bendi til þess að ný bóluefni þurfi til að takast á við afbrigðin en í yfirlýsingu Pfizer/BioNTech kemur fram að fyrirtækin bregðist við ef það verði raunin.

Áður hafði lyfjafyrirtækið Moderna sagt að bóluefni þess virki vel gegn afbrigðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert