Réttarhöldin yfir Trump halda áfram

Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því að halda réttarhöldunum áfram yfir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Að þau brjóti ekki gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar líkt og verjendur Trumps héldu fram. 

Atkvæði féllu 56-44 og greiddu nokkrir þingmenn repúblikana með tillögunni um að halda málinu áfram. Fulltrúadeild þingsins ákærði Trump í síðasta mánuði fyrir að hafa ýtt undir árás stuðningsmanna sinna á þinghúsið 6. janúar.

Þúsundir stuðningsmanna hans sem studdu falskar ásakanir forsetans fyrrverandi um kosningasvindl í forsetakosningunum þar sem  Trump tapaði fyrir núverandi forseta, Joe Biden. 

Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að halda réttarhöldunum áfram er mjög ólíklegt að Trump verði dæmdur þar sem það þarf tvo þriðju hluta atvæða til að svo verði. En ef Trump verður dæmdur getur hann ekki boðið sig fram til embættis forseta að nýju.

Frétt BBC 

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að sækjendur og verjendur fái 16 klukkustundir hvorir um sig til að setja fram mál sitt. Hefð er svo fyrir því að öldungadeildarþingmenn fái heilan dag til þess að leggja fram fyrirspurnir. Atkvæðagreiðsla um lyktir málsins gæti því farið fram strax næsta þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert