Japanir samþykkja loks bóluefni Pfizer

Smitvarnaskilti í miðborg Tokyo.
Smitvarnaskilti í miðborg Tokyo. AFP

Japanir hafa formlega samþykkt að veita bóluefni lyfjarisans Pfizer gegn kórónuveirunni tilskilin leyfi þar í landi. Vonir standa til að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja íbúa Japans á næstu dögum. Heilbrigðisráðuneytið þar í landi greinir frá þessu. 

Er landið mjög seint til að veita umræddu bóluefni notkunarleyfi, en nokkrir mánuðir eru frá því lyfið fékk leyfi í Bandaríkjunum. Ástæða seinkunarinnar eru miklar rannsóknir á bóluefninu og virkni þess. 

Eftir að hafa fengið niðurstöður úr rannsóknunum var ákveðið að veita bóluefninu leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Japans virðist sem virkni þess sé sú sama og sambærilegar stofnanir á Vesturlöndum hafa birt. 

Fjölmörg lönd hófust handa við að bólusetja fólk með efninu í desember á síðasta ári. Núverandi áætlun gerir ráð fyrir að bólusetningar hefjist á miðvikudag þegar um 20 þúsund framlínustarfsmenn fá fyrri skammt efnisins. Um 3,7 milljónir heilbrigðisstarfsmanna fylgja strax í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert