H5N8 greinist í mönnum í fyrsta sinn

Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfelli þess að fuglaflensa …
Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfelli þess að fuglaflensa af stofni H5N8 greinist í mönnum. AFP

Rússar hafa gert Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni viðvart vegna fuglaflensu af stofni H5N8 sem greinst hefur í mönnum.

Fuglaflensu varð vart á alifuglabúi í sunnanverðu Rússlandi í desember, og nú hefur vísindamönnum á Vektor-rannsóknastofunni tekist að einangra erfðaefni stofnsins úr sýnum sjö starfsmanna kjúklingabúsins, sem eru þó ekki sagðir hafa sýnt alvarleg einkenni.

Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfelli þess að fuglaflensa af stofni H5N8 greinist í mönnum.

Anna Popova hjá gæða- og heilbrigðiseftirlitinu Rospotrebnadzor segir að um sé að ræða mikilvæga vísindalega uppgötvun og að tíminn muni leiða í ljós hvort veiran muni umbreyst frekar.

„Að uppgötva stökkbreytingarnar á meðan veiran getur enn ekki smitast manna á milli gefur heiminum öllum tíma til að undirbúa viðbrögð,“ segir Popova.

mbl.is