Samkeppnisaðilar taka höndum saman

Bóluefni Johnson & Johnson.
Bóluefni Johnson & Johnson. AFP

Bandaríski lyfjaframleiðandinn Merck mun aðstoða við framleiðslu á bóluefni Johnson & Johnson. Framleiðslusamningurinn þykir óhefðbundinn, en búist er við því að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni tjá sig um samninginn síðar í kvöld. 

Bóluefnið var þróað af belgíska fyrirtækinu Janssen og hefur fengið bráðaleyfi í Bandaríkjunum. Nóg er að gefa bóluefnið einu sinni. 

Bólu­efnið er þriðja bólu­efnið við Covid-19 til að fá grænt ljós í Banda­ríkj­un­um, sem verst hef­ur orðið úti í heims­far­aldr­in­um þegar litið er til fjölda smitaðra og lát­inna.

Stjórn­end­ur John­son & John­son segj­ast vongóðir um að geta af­hent þrjár til fjór­ar millj­ón­ir skammta í vikunni í Banda­ríkj­un­um. BBC grein­ir frá því að bólu­efni Jans­sen sé fjár­hags­lega hag­kvæm­ara en bólu­efni Pfizer og Moderna. 

Hvíta húsið hafði aðkomu að samningum 

John­son & John­son hefur gert samn­ing við Banda­rík­in um alls 100 millj­ón­ir skammta fyr­ir lok júní­mánaðar. Þá hafa Bret­land, Evr­ópu­sam­bandið og Kan­ada einnig gert samn­ing um kaup á efn­inu auk þess sem 500 millj­ón­ir skammta hafa verið pantaðar fyr­ir alþjóðlega bólu­setn­ing­ar­verk­efnið Co­vax. 

Merck og Johnson & Johnson hafa lengi verið helstu samkeppnisaðilar hvor annars, en Ronald Klain, starfsmannastjóri Hvíta hússins, tilkynnti í dag að Biden muni tjá sig um samninginn síðar í kvöld. Hvíta húsið mun hafa haft aðkomu að gerð samstarfssamningsins eftir að í ljós kom að framleiðsla Johnson & Johnson gengi ekki jafn hratt og vonast var til. 

Johnson & Johnson er stærsta fyrirtæki heims á sviði heilbrigðisþjónustu, en Merck hefur þó mun meiri reynslu af þróun bóluefna. 

Samningur Íslands við Janssen var undirritaður 22. desember 2020. Mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) er forsenda markaðsleyfis hér á landi, en áætlað er að EMA gefi út álit í þessum mánuði. Ísland fær bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga.

mbl.is