Nægt bóluefni fyrir alla í lok maí

Joe Biden.
Joe Biden. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að nóg verði til af bóluefni í Bandaríkjunum fyrir lok maí til að bólusetja alla fullorðna landsmenn. Þetta er tveimur mánuðum fyrr en áður var talið. 

Hann hvetur þjóðina til að þiggja bóluefni og að ríkin herði á bólusetningarferlinu. Á sama tíma biður hann fólk að halda vöku sinni þar sem baráttunni við veiruna sé hvergi nærri lokið þar sem ný bráðsmitandi afbrigði valdi miklum áhyggjum. 

Nú greinast að meðaltali 68 þúsund á hverjum degi með Covid-19 í Bandaríkjunum en 8. janúar voru þeir 300 þúsund. 

Yfir 76 milljón skammtar af bóluefni hafa þegar verið gefnir sem þýðir að búið er að bólusetja 15,3% landsmanna. Biden hét því að 100 milljón skammtar yrðu komnir í dreifingu eftir 100 daga í embætti.

mbl.is