Bálstofur á Indlandi yfirfyllast

Bálstofur í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, eru undir miklu álagi um þessar mundir og hefur því verið gripið til þess ráðs að byggja upp bráðabirgðabálstofur. 

Hafa bálstofurnar nýtt sér ýmsa staði fyrir starfsemina, svo sem almenningsgarða en fjölskyldur hafa þurft að bíða lengi eftir þjónustu á meðan önnur bylgja faraldursins ríður yfir landið.

Á mánudag létust alls 380 af völdum veirunnar en í það minnsta 27 nýjum brennsluofnum hefur verið komið fyrir í bálstofunni Sarie Kale Khal og verður nokkrum tugum ofna bætt við í almenningsgarði í nágrenni hennar. 

Starfsmaður bálstofunnar sagði í samtali við fréttastofu The Hindu að starfsfólk vinni baki brotnu frá morgni til miðnættis. Aðstandendur látinna eru gjarnan beðnir um aðstoð við athafnirnar en þá hafa einnig tré í almenningsgörðum verið felld svo hægt sé að nota þau í eldivið fyrir ofnana.

Frétt BBC

Bálstofur í Indlandi eru undir miklu álagi um þessar mundir.
Bálstofur í Indlandi eru undir miklu álagi um þessar mundir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert