Flugmaður bundinn við skotmark í busavígslu

Frakkland. Rafaell-orrustuþotur á flugi.
Frakkland. Rafaell-orrustuþotur á flugi. AFP

Franskur orrustuflugmaður var busaður með óvenjulegum hætti er hann var vígður til starfa af félögum sínum.

Var hann bundinn við staur við fjöruborð og síðan buldi skothríðin frá þotum flugsveitarinnar er þær renndu sér niður að „skotmarkinu“.

Flugmanninum var brugðið en fullyrt er að öryggi hans hafi ekki verið ógnað. Hefur hann lagt fram formlega kvörtun yfir atvikinu sem átti sér stað í Solenzara-flugherstöðinni á Korsíku.

Talsmaður flughersins, Stephane Spet, sagði að rannsókn á atvikinu hefði þegar farið fram og þeir sem ábyrgð báru tekið út refsingu fyrir agabrot. Refsingin var nokkurs konar ótímabundið stofufangelsi í herbúðunum, en hversu mörgum var refsað var ekki skýrt frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert