Íbúar Gaza fögnuðu vopnahléi

Vopnahlé milli Ísrael og palestínskra vígasveita Hamas á Gaza-svæðinu tók gildi í nótt eftir 11 daga blóðug átök. Yfir 240 hafa látist, flestir þeirra á Gaza. 

Íbúar Gaza streymdu út á götur borgarinnar á meðan Hamas hefur varað við því að „fingurinn sé á gikknum“. 

Báðir aðilar hafa lýst yfir sigri í átökunum. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir vopnahléið vera „raunverulegt tækifæri“ til framfara. 

Vopnahléið tók gildi klukkan 2 í nótt að staðartíma, klukkan 23 að íslenskum tíma. Skömmu eftir að það tók gildi streymdu borgarar Gaza út á götur borgarinnar til að fagna ýmist friðnum, eða sigri. Hátalarar í moskum borgarinnar lýstu yfir „sigri mótspyrnunnar“.

Frétt af mbl.is

Loft­árás­ir Ísra­ela á Gaza-svæðið hafa orðið 232 Palestínu­mönn­um að bana, þar á meðal 65 börn­um, síðan átökin hófust 10. maí. Tæplega tvö þúsund særst, að sögn heil­brigðisráðuneyt­is Gaza-svæðis­ins. Árás­irn­ar hafa haft í för með sér mikla eyðilegg­ingu á svæðinu og um 120 þúsund manns hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín, að sögn Ham­as. Samkvæmt ísraelskum heilbrigðisyfirvöldum hafa 12 ísraelskir borgarar látist í átökunum, þeirra á meðal eru börn. 

Íbúar Gaza fagna vopnahlénu.
Íbúar Gaza fagna vopnahlénu. AFP
AFP
AFP
mbl.is