Bretland seinkar afléttingum

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands staðfesti á blaðamannafundi í dag að afléttingum takmarkana vegna kórónuveirunnar verði seinkað. Seinkunin er til komin vegna aukinna smita Delta-afbrigðisins sem var áður kennt við Indland.

Skynsamlegasti kosturinn

Boris segir segir seinkun vera skynsamlegasta kostinn í stöðunni núna. Í febrúar kynnti Johnson áætlun sem sá fyrir afléttingu allra samkomutakmarkana 21. júní. Þrátt fyrir góðan gang á bólusetningum segir Boris núna hyggilegast að bíða „bara aðeins lengur“. Ekkert verður því af afléttingum samkomutakmarkana fyrr en 19. júlí, þá er áætlað að tveir af hverjum þremur fullorðnum verði fullbólusettir.

Seinkunin mun ekki hafa áhrif á Evrópumótið í knattspyrnu en enska landsliðið spilar sína leiki á Wembley í London fyrir framan rúmlega 20 þúsund manns. 

Aflétting gæti aukið svigrúm til bólusetninga

Edw­ard Arg­ar, heil­brigðis- og fé­lags­málaráðherra Bret­lands, vildi ekki staðfesta það fyrr í dag hvort afléttingum yrði frestað en benti á frestun afléttinga gæti aukið svigrúm til bólusetninga. „Ef við erum að gefa 250.000 til 300.000 seinni skammta á dag – mánuður gef­ur þér þá rúm­lega 10 millj­ón­ir [skammta],“ sagði Arg­ar við BBC News í dag. 

mbl.is